top of page

TANNLÆKNISFRÆÐI

Nám í tannlæknisfræði tekur 6 ár (360e) og lýkur með kandidatsprófi í tannlækningum (cand.odont-próf).  Fyrstu tvö árin í náminu eru að mestu helguð grunngreinum læknis- og tannlæknisfræði, s.s. efna-, bit-, röntgen-, erfða-, líffæra-, lífefna- og meinafræði. Á þriðja árinu er lögð áhersla á verklegar æfingar og á síðustu tveimur árunum er megináherslan á vinnu með sjúklinga sem fram fer á tannlækningastofu deildarinnar þar sem verk- og bóknám er tvinnað saman.

Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla 2011:

  • 3. hæfniþrep í ensku

  • 3. hæfniþrep í stærðfræði

Mælt er með því að umsækjandi hafi lokið að minnsta kosti:

  • 10 fein. á 3. þrepi í stærðfræði

  • 10 fein. á 3. þrepi í efnafræði

  • 5 fein. á 3. þrepi í líffræði

  • 5 fein. á 2. þrepi í eðlisfræði.

Hægt að læra við Háskóla Íslands.

6 ár til cand.odont-prófs.

bottom of page